Enski boltinn

Tottenham nær ekki í efsta styrkleikaflokk

NordicPhotos/GettyImages

Á morgun verður dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða og þar verða ensku liðin Tottenham og Everton að sætta sig við að sitja í 2. og 3. styrleikaflokki og lenda því með mjög sterkum liðum í riðlum.

Átta sterkustu liðunum verður skipt í átta riðla, en Tottenham var níunda sterkasta liðið samkvæmt formúlu evrópska knattspyrnusambandsins. Tottenham og Bolton eru í öðrum styrkleikaflokki og Everton þarf að gera sér að góðu að vera í þriðja styrkleikaflokki.

Þetta þýðir að ensku liðin gætu lent með sterkum liðum á borð við Villarreal og Bayern Munchen í riðli.

40 lið verða í pottinum á morgun og verða fimm saman í hverjum riðlanna átta. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðlum og þrjú efstu liðin í hverjum riðli - auk liðanna sem hafna í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - komast svo í útsláttarkeppnina (32 liða úrslit).

Efsti styrkleikaflokkur: Villarreal, Bayern, AZ Alkmaar, Panathinaikos, Basel, Bordeaux, Leverkusen og Anderlecht.

Annar styrkleikaflokkur: Tottenham, Lokomotiv Moskva, Zenit Pétursborg, Sparta Prag, AEK Aþenu, Hamburg, Bolton og Austria Vín.

Þriðji flokkur: Spartak Moskvu, Braga, Galatasaray, Getafe, Atletico Madrid, Everton, Fiorentina og Rennes.

Fjórði flokkur: Hapoel Tel Aviv, Rauða Stjarnan, FC Kaupmannahöfn, Toulouse, Dinamo Zagreb, Panionios, Nurnberg og Mlada Boleslav.

Fimmti flokkur: Aris Thessaloniki, Aberdeen, FC Zurich, Larissa, Álaborg, Brann, Elfsborg og Helsingborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×