Erlent

Kæra múslimskan frambjóðanda fyrir landráð

Þingmaður íhaldsflokksins í Danmörku hefur kært Asma Abdol Hamíd frambjóðanda Einingarflokksins fyrir landráð fyrir að réttlæta árásir vígamanna á danska hermenn í Írak. Hún líkir þeim við andspyrnuhreyfingu Dana gegn þjóðverjum í síðari heimstyrjöldinni, sem danskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum vísa á bug. Allt að sex ára fangelsi getur legið við landráði í danmörku. Eins og greint hefur verið frá stefna Danir að því að kalla herlið sitt heim frá írak í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×