Erlent

Gordon Brown vill lengja tímann sem halda má grunuðum hryðjuverkamönnum án ákæru

Forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, íhugar að lengja þann tíma sem halda má grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að ákæra þá, í allt að 56 daga. Þetta er tvöfaldur sá tími sem nú er. Ráðherrar í ríkisstjórn Breta segja þetta nauðsynlegt þar sem rannsóknir á hryðjuverkamálum verði sífellt flóknari. Reiknað er með að hann tilkynni þetta í dag, þegar hann kynnir nýjar aðgerðir til að sporna gegn hryðjuverkum. Þá er búist við að leyft verði að gera vegabréf grunaðra hryðjuverkamanna upptæk, til að auka flugöryggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×