Fótbolti

EM: Ótrúlegur leikur á Parken

Leikur Danmerkur og Svíðjóðar í F-riðli undankeppni EM var flautaður af eftir að danskur áhorfandi hljóp inn á völlinn og réðist að dómaranum eftir að vítaspyrna var dæmd á danann Christian Poulsen á lokamínútunni.

Svíar komust í 0-3 eftir aðeins 26 mínútna leik, en Daniel Agger minnkaði muninn fyrir leikhlé. Danir gáfust ekki upp og komu brjálaðir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn. Eftir þetta voru danirnir mun hættulegri og áttu nokkur góð marktækifæri.

Það var svo á 90. mínútu sem að Christian Poulsen slær Olof Mellberg í magann inn í teig og vítaspyrna er dæmd og Poulsen fékk að líta rauða spjaldið. Reiður stuðningsmaður hljóp þá inn á völlinn og réðst að dómaranum sem varð til þess að dómarinn flautaði leikinn af og svíum var dæmdur sigurinn 0-3. Ótrúleg uppákoma sem eyðilaggði annars frábæran leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×