Fótbolti

Casper Jacobsen semur við Breiðablik

Casper Jacobsen, varamarkvörður AaB í Danmörku hefur samið við Breiðablik og mun standa á milli stanganna hjá Breiðablik í fjarveru Hjörvars Hafliðasonar sem þarf að gangast undir aðgerð á hné. Casper, sem er 27 ára hefur áður spilað með Viborg og AGF og lék hann einn leik með U21 árs landsliði Danmerkur.

Hjörvar hefur átt við meiðsli að stríða í liðþófa og fer því undir hnífinn. Vignir Jóhannsson, 17 ára gamall varamarkvörður Breiðabliks, er talinn mjög efnilegur en forráðamenn Breiðabliks mátu stöðuna þannig að best væri að fá reyndari markmann til að axla ábyrgðina.

Samningur Caspers gildir til 30. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×