Slúðrið í enska boltanum í dag 11. júní 2007 10:20 Skyrtan sem Forlan er í er ekki svo ólík gula varaliðsbúning Liverpool. MYND/AFP Eins og svo oft áður fara fjölmiðlar mikinn í slúðri í dag. Forlan er á leiðinni til Liverpool, Giuly til Newcastle og Lionel Messi nýtti sér hönd Guðs um helgina. Slúðrið í enska boltanum í dag, eins og BBC tók það saman, má finna hér að neðan. Félagaskiptaslúður Liverpool gæti gert tilboð í Diego Forlan, sem metinn er á 16 milljónir punda, frekar en framherja Barcelona Samuel Eto'o, sem metinn er á 35 milljónir punda (The Times). David Beckham hefur virt að vettugi lokatilraun Real Madrid til þess að halda honum hjá klúbbnum (Daily Mirror). Manchester United hefur verið sagt að þeir þurfi að punga út 40 milljónum punda ef þeir vilja krækja í Carlos Tevez (Daily Star). Þeir vilja hins vegar aðeins greiða 12 milljónir fyrir hann, á meðan Inter Milan er reiðubúið að splæsa 34 milljónum í Argentínumanninn knáa (Independent). Newcastle stefnir nú hraðbyri á franska kantmanninn Ludovic Giuly, sem nú er úti í kuldanum hjá Barcelona, og talið er að hann sé falur fyrir 1,5 milljónir punda (Daily Mirror). David Nugent er búinn að tilkynna Everton að hann hafi ekki endalausa þolinmæði og ætli sér ekki að bíða eftir því að liðið leggi fram tilboð í hann (Daily Mail). Lyon gæti farið af stað með uppboð á Florent Malouda en Liverpool, Chelsea, Arsenal og AC Milan hafa öll áhuga á leikmanninum sem var valinn leikmaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð (Daily Express). West Ham vonast til þess að ná framherja Tottenham, Jermain Defoe, sem og framherja Liverpool, Craig Bellamy (Daily Mirror). Tal Ben Haim er tilbúinn að hafna tilboði frá Chelsea svo hann geti unnið með fyrrum stjóra sínum á ný hjá Newcastle (Daily Express). Everton gæti boðið Gary Naysmith og jafnvel James McFadden til Sheffield United í stað fyrirliða liðsins, Phil Jagielka (Daily Mirror). Varnarmaður Manchester United, Gabriel Heinze, hefur sagt að hann myndi íhuga tilboð frá Barcelona (Daily Star). Wigan eru vissir um að ná samningum við fyrrum leikmann Chelsea, Mario Melchiot, en hann er núna samningslaus (The Sun). Sunderland eru taldir líklegastir til þess að hreppa Neil Lennon eftir að hann hafnaði tilboði Wycombe (The Times). Aston Villa er að undirbúa tilboð í leikmann Hamburg, hollenska miðjumanninn Nigel de Jong (Daily Mirror). Framkvæmdastjóri Portsmouth, Harry Redknapp, er búinn að setja leikmann Middlesbrough, og fyrrverandi leikmann Portsmouth, framherjann Yakubu, efstan á innkaupalista sinn (Ýmsir). Keith Gillespie er tilbúinn að hafna Bolton og samþykkja nýjan og endurbættan samning hjá Sheffield United (Daily Mirror). Kantmaður Manchester United, Jamie Mullan, semur við Leeds á næstu dögum (Daily Mirror). Framkvæmdastjórinn hjá Paris St. Germain, Paul Le Guen, berst nú við Portsmouth og Lyon um framherja Wigan, Henri Camara (Daily Record). Umboðsmaður Garry O'Connors sagði að framherjinn, sem nú spilar í Rússlandi með Lokomotiv Moscow, myndi fagna því að komast í breska boltann á ný (Daily Record). Annað Slúður Hneykslaðir stjórnendur hjá Birmingham munu í dag krefjast skýringa af eigendum félagsins, David Sullivan og Gold bræðrunum, en í ljós hefur komið að þeir gætu selt félagið til moldríks viðskiptajöfurs frá Mið-Austurlöndum (Daily Mirror). Arsenal er liðið sem Mohammed Al Hashimi, ofuríkur arabískur viðskiptajöfur, hefur fest augu á. Hashimi rétt missti af því að kaupa Liverpool (The Sun). Fyrrum stjóri Newcastle Graeme Souness gert harða árás á Newcastle og sagði hann við Mike Ashley, manninn sem er að kaupa félagið, að hann væri að kaupa stóran klúbb með stór vandamál (Daily Mail). Að Lokum Aðeins nokkrum vikum eftir að hafa skorað mark eins og Maradona skoraði á móti Englandi árið 1986, hermdi Leonel Messi aftur eftir Maradona þegar hann kýldi boltann í netið í leiknum gegn Espanyol um helgina (The Sun). Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Eins og svo oft áður fara fjölmiðlar mikinn í slúðri í dag. Forlan er á leiðinni til Liverpool, Giuly til Newcastle og Lionel Messi nýtti sér hönd Guðs um helgina. Slúðrið í enska boltanum í dag, eins og BBC tók það saman, má finna hér að neðan. Félagaskiptaslúður Liverpool gæti gert tilboð í Diego Forlan, sem metinn er á 16 milljónir punda, frekar en framherja Barcelona Samuel Eto'o, sem metinn er á 35 milljónir punda (The Times). David Beckham hefur virt að vettugi lokatilraun Real Madrid til þess að halda honum hjá klúbbnum (Daily Mirror). Manchester United hefur verið sagt að þeir þurfi að punga út 40 milljónum punda ef þeir vilja krækja í Carlos Tevez (Daily Star). Þeir vilja hins vegar aðeins greiða 12 milljónir fyrir hann, á meðan Inter Milan er reiðubúið að splæsa 34 milljónum í Argentínumanninn knáa (Independent). Newcastle stefnir nú hraðbyri á franska kantmanninn Ludovic Giuly, sem nú er úti í kuldanum hjá Barcelona, og talið er að hann sé falur fyrir 1,5 milljónir punda (Daily Mirror). David Nugent er búinn að tilkynna Everton að hann hafi ekki endalausa þolinmæði og ætli sér ekki að bíða eftir því að liðið leggi fram tilboð í hann (Daily Mail). Lyon gæti farið af stað með uppboð á Florent Malouda en Liverpool, Chelsea, Arsenal og AC Milan hafa öll áhuga á leikmanninum sem var valinn leikmaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð (Daily Express). West Ham vonast til þess að ná framherja Tottenham, Jermain Defoe, sem og framherja Liverpool, Craig Bellamy (Daily Mirror). Tal Ben Haim er tilbúinn að hafna tilboði frá Chelsea svo hann geti unnið með fyrrum stjóra sínum á ný hjá Newcastle (Daily Express). Everton gæti boðið Gary Naysmith og jafnvel James McFadden til Sheffield United í stað fyrirliða liðsins, Phil Jagielka (Daily Mirror). Varnarmaður Manchester United, Gabriel Heinze, hefur sagt að hann myndi íhuga tilboð frá Barcelona (Daily Star). Wigan eru vissir um að ná samningum við fyrrum leikmann Chelsea, Mario Melchiot, en hann er núna samningslaus (The Sun). Sunderland eru taldir líklegastir til þess að hreppa Neil Lennon eftir að hann hafnaði tilboði Wycombe (The Times). Aston Villa er að undirbúa tilboð í leikmann Hamburg, hollenska miðjumanninn Nigel de Jong (Daily Mirror). Framkvæmdastjóri Portsmouth, Harry Redknapp, er búinn að setja leikmann Middlesbrough, og fyrrverandi leikmann Portsmouth, framherjann Yakubu, efstan á innkaupalista sinn (Ýmsir). Keith Gillespie er tilbúinn að hafna Bolton og samþykkja nýjan og endurbættan samning hjá Sheffield United (Daily Mirror). Kantmaður Manchester United, Jamie Mullan, semur við Leeds á næstu dögum (Daily Mirror). Framkvæmdastjórinn hjá Paris St. Germain, Paul Le Guen, berst nú við Portsmouth og Lyon um framherja Wigan, Henri Camara (Daily Record). Umboðsmaður Garry O'Connors sagði að framherjinn, sem nú spilar í Rússlandi með Lokomotiv Moscow, myndi fagna því að komast í breska boltann á ný (Daily Record). Annað Slúður Hneykslaðir stjórnendur hjá Birmingham munu í dag krefjast skýringa af eigendum félagsins, David Sullivan og Gold bræðrunum, en í ljós hefur komið að þeir gætu selt félagið til moldríks viðskiptajöfurs frá Mið-Austurlöndum (Daily Mirror). Arsenal er liðið sem Mohammed Al Hashimi, ofuríkur arabískur viðskiptajöfur, hefur fest augu á. Hashimi rétt missti af því að kaupa Liverpool (The Sun). Fyrrum stjóri Newcastle Graeme Souness gert harða árás á Newcastle og sagði hann við Mike Ashley, manninn sem er að kaupa félagið, að hann væri að kaupa stóran klúbb með stór vandamál (Daily Mail). Að Lokum Aðeins nokkrum vikum eftir að hafa skorað mark eins og Maradona skoraði á móti Englandi árið 1986, hermdi Leonel Messi aftur eftir Maradona þegar hann kýldi boltann í netið í leiknum gegn Espanyol um helgina (The Sun).
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira