Fótbolti

Benitez fær fé til að freista Owen

Michael Owen.
Michael Owen. MYND/AFP
Enn er talað um að Michael Owen fari aftur til Liverpool. Nýjir eigendur félagsins, þeir George Gillett og Tom Hicks, hafa sagt að Benitez fái þann pening sem hann telur sig þurfa á að halda. Og spurðir um Owen sögðu þeir hann vissulega frábæran leikmann en Benitez réði ferðinni í leikmannakaupum.

Nýr stjóri Newcastle, Sam Allardyce, hélt strax viðræður við Owen til þess að fá hann til þess að vera áfram hjá liðinu. Owen hefur verið meiddur síðustu tíu mánuði og náði aðeins að spila þrjá leiki fyrir Newcastle á leiktíðinni.

Fregnir herma að slök staða Newcastle í ensku deildinni hafi virkjað grein í samningi Owens sem kveður á um að hann geti yfirgefið félagið fyrir aðeins níu milljónir punda. Því er ljóst að Owen yrði kostakaup fyrir hvaða félag sem myndi reyna að kaupa hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×