Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar 26. september 2007 00:01 Lögreglumenn sjást hér koma með einn þeirra, sem voru handteknir eftir að smyglið kom upp, í héraðsdóm. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum. Pólstjörnumálið Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira