Erlent

Ákærðir fyrir að njósna um Egypta í þágu Ísraels

Ríkissaksóknari í Egyptalandi hefur ákært Egypta með kanadískt ríkisfang og þrjá Ísraela fyrir njósnir í þágu Ísraels. Fram kom í máli saksóknarans í dag að Egyptinn, Mohammed Essam el-Attar, hefði verið handtekinn en að hinir þrír væru í Tyrklandi og Kanada og að handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur þeim.

Þá sagði hann Attar hafa nýtt sér aðstöðu sína sem bankastarfsmaður í Kanada og kannað tiltekna reikninga hjá Egyptum og aröbum sem hann á svo að hafa látið Ísraelum í té. Mun Attar hafa verið undir smásjá egypskra yfirvalda í um fimm ár en hann var handtekinn í janúar síðastliðnum þegar hann heimsótti fjölskyldu sína í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×