Erlent

Veiktust af völdum eiturefnaleka í Kína

Einn lést og yfir 120 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að andað sér gufum frá eitruðum úrgangi sem lak úr flutningabíl í Hubei-hérðaði í Mið-Kína. Frá þessu greindi kínverska ríkissjónvarpið í dag.

Bíllinn hafði ekki leyfi til að flytja úrganginn en hann lak niður á veg á fimm kílómetra kafla í gegnum sprungu á tanki bílsins. Ökumaður bíls sem var á eftir flutningabílnum lést þegar hann andaði gufunum frá eiturefnaúrgangnum að sér og þá voru um 120 íbúar í grennd við veginn og vegfarendur fluttir á sjúkrahús með brjóstverki og sviða í augum.

Ökumaður flutningabílsins og farþegi reyndu að flýja af vettvangi en gáfu sig fram eftir að þeir fóru að finna fyrir einkennum eitrunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×