Erlent

Hundruðum bjargað eftir að ís brotnaði og rak á haf út

MYND/AP

Hátt fimm hundruð manns sem voru við veiðar við strendur Okhotsk í Síberíu var bjargað eftir að ís sem fólkið stóð á brotnaði og rak á haf út. Í hópnum var fjöldi kvenna og barna og greip nokkur skelfing um sig þegar ljóst var að jakana ræki frá landi. Hátt í hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðunum ásamt þremur þyrlum og sex bátum en sem betur fer varð engum meint af þessari óvæntu siglingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×