Erlent

Fuglaflensa staðfest á bóndabýli í Suffolk á Englandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að 2500 kalkúnar sem drápust á bóndabæ í Sullfolk á Englandi á fimmtudag hafi verið smitaðir af hinum banvæna H5N1-stofni fuglaflensunnar.

Þetta er fyrsta fuglaflensutilvikið sem kemur upp á Bretlandseyjum á þessu ári en í fyrra var tugþúsundum fugla slátrað í landinu eftir að veiran greindist þar. Liðlega 160 þúsund fuglar til viðbótar voru á bóndabænum og verður þeim öllum slátrað til þess að koma í veg fyrir að veiran berist víðar.

H5N1-stofn fuglaflensunnar er hættulegur mönnum og er nú verið að rannsaka starfsmenn á bóndabýlinu en yfirvöld í Bretlandi segja litlar líkur á að veiran hafi borist í menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×