Erlent

Þiggjendalöndum fækkað

Sænsk stjórnvöld hyggjast í áföngum hætta að veita yfir 30 löndum þróunaraðstoð, þar á meðal Suður-Afríku og Víetnam, en leggja þess í stað þeim mun meiri áherslu á stuðning við fátækustu lönd Afríku. Þetta er meðal breytinga á þróunaraðstoðarstefnu Svía sem kynntar voru í gær. Eftir breytingarnar fækkar löndum sem þiggja sænska þróunaraðstoð úr 70 í 33.

Svíar eru með stærstu veitendum þróunaraðstoðar í heiminum, en þeir verja yfir einu prósenti þjóðarframleiðslu sinnar til hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×