Erlent

Yfirmaður hersins uggandi

Ósáttur. Yasar Büyükanit yfirhershöfðingi.
Ósáttur. Yasar Büyükanit yfirhershöfðingi.

Yasar Büyükanit, yfirhershöfðingi Tyrklandshers, lýsti því yfir í gær að veraldlegum gildum tyrkneska lýðveldisins væri ógnað af „miðstöðvum hins illa“.

Þessa athugasemd birti hershöfðinginn daginn áður en Abdulla Gül utanríkisráðherra úr hinum trúarlega sinnaða stjórnarflokki verður kjörinn forseti lýðveldisins, en kjör hans er nánast formsatriði nú þegar þriðja umferð forsetakjörsins fer fram á Tyrklandsþingi. Aðeins þarf einfaldan meirihluta í henni til að Gül verði réttkjörinn í embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×