Erlent

Rússar forðist hrottaskap

Nicolas Sarkozy.
Frakklandsforseti á fundi með frönskum sendiherrum.
Nicolas Sarkozy. Frakklandsforseti á fundi með frönskum sendiherrum. AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti varar rússnesk stjórnvöld við því að sýna af sér „hrottaskap“ í samskiptum við önnur ríki.

„Rússar eru að snúa aftur á sjónarsviðið og leggja spilin á borðið, einkum þó olíu og gas, með ákveðnum hrottaskap,“ sagði Sarkozy í gær á fundi með rússneskum sendiherrum, þar sem hann gerði grein fyrir utanríkisstefnu sinni.

"Þegar ríki er stórveldi, þá á það ekki að beita hrottaskap,“ bætti hann við.

Í ræðunni sagðist hann auk þess ekki ætla að standa gegn nýjum samningaviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið, en ítrekaði þó andstöðu sína við fulla aðild Tyrklands að Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×