Íslenski boltinn

Öruggur sigur Blika á ÍA

Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni í kvöld
Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni í kvöld Mynd/Valli

Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar liðið vann öruggan sigur á ÍA á heimavelli. Keflvíkingar lögðu Framara 2-1 í Keflavík og þá vann Fylkir 1-0 sigur á HK í Árbænum.

Magnús Páll Gunnarsson, Kristján Óli Sigurðsson og Nenad Zivanovic skoruðu mörk Blika gegn ÍA í kvöld, en Skagamenn voru svipur hjá sjón síðan í góðum sigri gegn KR á Skaganum í síðustu umferð.

Þórarinn Kristjánsson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga gegn Fram, en áður hafði Hjálmar Þórarinsson jafnað metin fyrir Fram. Hermann Aðalgeirsson skoraði sigurmark Fylkis gegn HK í Árbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×