Íslenski boltinn

Fær hærri laun hjá Fylki en í Danmörku

Hefur staðið sig prýðisvel með Fylki frá því hann kom til liðsins frá Danmörku fyrir síðasta sumar.
Hefur staðið sig prýðisvel með Fylki frá því hann kom til liðsins frá Danmörku fyrir síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm

Peter Gravesen kom til Fylkis fyrir tveimur árum síðan og hefur átt sæti í liði félagsins síðan þá. Hann var lykilleikmaður hjá Herfølge í Danmörku áður en hann lenti í slagsmálum við samherja sinn og fékk samning sinn ekki endurnýjaðan í kjölfarið.



Því varð hann að finna sér nýjan klúbb. „Umboðsmaður minn kom með lýsingu á klúbbi sem mér leist mjög vel á alveg þar til hann sagði að klúbburinn væri á Íslandi," sagði Gravesen í viðtali við Nyhedsavisen í heimalandi sínu.



Hann segir þó að hann sjái alls ekki eftir ákvörðuninni. „Ég hugsaði fyrst með mér hvern fjárann ég væri eiginlega að gera hér en Ísland hefur komið mér skemmtilega á óvart. Fólkið er mjög vinalegt og fótboltinn gæti verið verri," sagði Daninn. Gravesen viðurkenndi jafnframt að hann þénaði meira hjá Fylki en hjá Herfølge sem spilar í 1. deildinni í Danmörku.



„Það var einn af hlutunum sem fékk mig til að slá til. Það er frábært að geta lifað af fótboltanum einum saman," sagði Gravesen. Hann tók einnig fram að hann væri ekki viss hvað hann gerði eftir að samningur hans rennur út eftir hálft ár en vel kæmi til greina að snúa aftur til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×