Íslenski boltinn

Fæstir mæta á Laugardalsvöll

850 manns mættu á leik þessara liða í 1. umferð deildarinnar í vor og eins og sjá má er stúkan í baksýn nokkuð tómleg.
850 manns mættu á leik þessara liða í 1. umferð deildarinnar í vor og eins og sjá má er stúkan í baksýn nokkuð tómleg. fréttablaðið/daníel

Valur og Fram eru með lélegustu aðsókn áhorfenda á heimaleiki sína það sem af er Landsbankadeild karla. Bæði félög spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslands. Völlurinn tekur tíu þúsund manns í sæti og er því nokkuð tómlegt um að lítast á leikjum Vals og Fram.

Ásamt þeim félögum eru Breiðablik og HK einu liðin sem ekki ná þúsund manns að meðaltali á leik. Þau lið spila bæði á Kópavogsvelli en þar er verið að byggja nýja stúku.

FH og KR fá langflesta áhorfendur á sína heimaleiki.



Aðsókn á heimaleiki:

Félag - Fjöldi leikja - Meðalfjöldi áhorfenda

FH 3- 1.856

KR 4- 1.792

Keflavík 3- 1.398

ÍA 4- 1.204

Fylkir 3- 1.135

Víkingur 4- 1.027

Breiðablik 4 - 993

HK 3- 968

Valur- 4946

Fram- 3943




Fleiri fréttir

Sjá meira


×