Íslenski boltinn

Átján stig skilja að FH og KR

Mynd/E.Stefán

Sumarið sem átti að vera svo gott hjá KR-ingum er löngu orðið að hreinni martröð. Og lengi getur vont versnað, að því er virðist. Tap liðsins gegn HK í fyrrakvöld var að flestra mati síðasta tækifæri Teits Þórðarsonar að snúa gengi sinna manna við. Flestir eru löngu búnir að afskrifa hann, það er að segja allir nema hann sjálfur og stjórnarmenn KR Sports.



Leikmenn KR hafa sjálfir rætt um það að andrúmsloftið í KR sé ekki nógu gott. Leikmenn hafi ekki kunnað að gleðjast yfir sigrum liðsins í vetur en þau hafa verið fá tilefnin fyrir KR-inga að gleðjast í sumar. Liðið virðist fast í vítahring andleysis sem það nái einfaldlega ekki að rífa sig úr.



FH er andstæða KR. Hvort sem litið er á stöðutöflu deildarinnar eða þetta fræga andlega ástand. FH lenti undir gegn sprækum Blikum en unnu engu að síður. Íslandsmeistararnir kunna líka að fagna sínum sigrum eins og um þann fyrsta væri að ræða. Það er góðs viti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×