Fótbolti

Eiður Smári vill annað tímabil til að sanna sig

Hefur ekki þótt standa undir væntingum á meðal kröfuharðra stuðningsmanna
Hefur ekki þótt standa undir væntingum á meðal kröfuharðra stuðningsmanna Barcelona.nordicphotos/afp

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, sagði við enska fjölmiðla í gær að Eiður yrði líklega áfram í herbúðum Barcelona á næsta tímabili. Orðalagið var ekki það sterkt að hann útilokaði sölu frá Barcelona en sagði drenginn vera ánægðan hjá Katalóníufélaginu.



Fjölmiðlar á Spáni og Englandi hafa verið duglegir við að orða Eið við félög á borð við Fenerbache, Newcastle og nú síðast enn og aftur Manchester United. Eiður hefur aldrei farið leynt með dýrkun sína á Spáni og Barcelona sem á þó lokaorðið í framtíð hans.



„Í sannleika sagt hef ég ekki heyrt neitt frá Manchester United. Þetta eru bara vangaveltur. Ég held að Barcelona vilji bíða með sín mál þar til eftir helgina. Þá er kannski hægt að fá skýrari mynd á það sem mun gerast. En á þessu stigi er ekkert að frétta," sagði Arnór við Sky fréttastofuna í gær.



Aðspurður hvort Eiður yrði áfram hjá Barcelona svaraði Arnór: „Líklega. Hann er mjög ánægður hérna. Hann hefur ekki spilað mikið eftir áramót en á meðan Samuel Eto"o var meiddur gerði hann nokkuð vel. Hann vill því fá annað tækifæri á næsta tímabili til að sanna sig enn frekar," sagði Arnór Guðjohnsen um málefni landsliðsfyrirliðans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×