Erlent

Sonur Idi Amin dæmdur fyrir morð

Oddur S. Báruson skrifar
MYND/ap

Sonur fyrrum forseta Úganda, hins alræmda Idi Amin, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í árás á 18 ára dreng sem varð honum að bana. Atvikið átti sér stað í Norður-Lundúnum í janúar á síðasta ári.

Faisal Wangita, sem er 25 ára gamall, var meðlimur í fjögurtíu manna gengi sem réðst á Mahir Osman, 18 ára Sómala, á fjölfarinni götu. Þeir börðu drenginn með kylfum og öðrum hlutum og stungu hann tuttugu sinnum. Fórnarlambið lést eftir eina mínútu af barsmíðunum. Árásin náðist á myndband.

Þrettán voru sakfelldir vegna málsins í tveimur málaferlum. Þrír voru dæmdir fyrir morð. Þeirra á meðal var Faisal Wangita.

Við málaferlin var faðerni Wangita haldið leyndu fyrir þeim sem í kviðdómnum sátu því talið var að vitneskja um það gæti litað niðurstöður þeirra.

Idi Amin hrifsaði til sín völd í Úganda árið 1971 en var steypt af stóli átta árum síðar. Stjórnartíð hans einkenndist af pólitískri kúgun, þjóðarmorðum og reiðinnar býsn af annars lags mannréttindabrotum. Talið er að Idi hafi fyrirskipað á milli 50.000 og 500.000 morð. Þá var hann ákafur kynþáttahatari og gerði allt asísk fólk útlægt úr Úganda. Í ofanálag bendir margt til þess að Idi hafi lagt sér mannakjöt til munns.

Eftir að hafa misst völd í Úganda settist Idi að í Sádí-Arabíu og lifða þar til dauðadags árið 2003. Samkvæmt opinberum skjölum fæddist sonur hans Wangita í Úganda, en sjálfur segist hann hafa fæðst í Sádí-Arabíu. Ekkert er vitað um móður Wangita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×