Erlent

Stærsta dauða svæði hafsins sem fundist hefur

Við Mexíkóflóa
Við Mexíkóflóa

Vísindamenn hafa uppgötvað nærri 10 þúsund fermílna dautt hafsvæði í Mexíkóflóa. Um er að ræða þið stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur.

Lífvana eða dauð hafsvæði eru einskonar eyðimerkur hafsins. Svæðin eru of súrefnissnauð til að fiskar og önnur sjávardýr geti þrifist þar.

Dauðu svæðin eru vaxandi vandamál og óttast er að þau geti haft varanleg áhrif á vistkerfi hafsins.

Fyrirbæri þessi hafa látið á sér kræla í Mexíkóflóa öll sumur síðustu fjóra áratugi.

Athöfnum mannsins er kennt um - sérstaklega kornrækt til etanólframleiðslu í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×