Fótbolti

250 öryggisverðir verða allt í kringum völlinn

Danska fótboltabullan gerði það að verkum að öryggisgæsla hefur verið hert í leik kvöldsins
Danska fótboltabullan gerði það að verkum að öryggisgæsla hefur verið hert í leik kvöldsins AFP

Svíar ætla ekki að taka neina áhættu í kringum leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM 2008 á miðvikudaginn í kjölfar þess sem gerðist á Parken um helgina.  Öryggisgæsla á leiknum hefur verið hert til mikilla muna og alls munu 250 manns vera á vaktinni í kringum leikvöllinn á meðan á leiknum stendur.

Af þessum 250 vaktmönnum verða 50 lögregluþjónar en það er ljóst á þessu að alvarleiki atviksins í lok leiks Dana á Svía á laugardaginn hefur kallað á markvissar aðgerðir heimamanna.

- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×