Fótbolti

Samdi við tvo Króata í gær

ÍA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar, en tveir Króatar skrifuðu undir samninga við félagið í gær sem gilda út tímabilið. Í kjölfarið mættu þeir á sína fyrstu æfingu en þeir eru þegar komnir með leikheimild og geta því spilað með ÍA gegn Fylki á mánudaginn.

Króatarnir heita Dario Cingel og Vjekoslav Svadumovic en þeir sáu Skagamenn gera 2-2 jafntefli gegn Fram á fimmtudaginn. Báðir eru þeir 26 ára en Cingel er varnarmaður og Svadumovic sóknarmaður. Þeir koma báðir frá 2.deildar liðinu Hrvatski Dragovoljac í Zagreb. Liðið hafnaði í 4. sæti í 2.deild og rétt missti af sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×