Erlent

Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans.

Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu, sambandi ríkja sem heyra undir eða hafa tilheyrt bresku krúnunni. Þær 53 þjóðir sem aðild eiga að Samveldinu höfðu gefið Pervez Musharraf frest fram á fimmtudag til þess að aflétta neyðarlögum sem eru í gildi í landinu og að segja af sér sem yfirmaður hersins.

Þar sem Musharraf varð ekki við tilmælum Samveldisins var tilkynnt nú í kvöld að ríkinu hefði verið vikið úr sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×