Erlent

Lyfjafyrirtæki dæmt fyrir að veita rangar upplýsingar um ávanabindingu lyfs

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
OxyContin getur framkallað vímu sem svipar til heroínvímu.
OxyContin getur framkallað vímu sem svipar til heroínvímu. Mynd/ AFP

Lyfjafyrirtækið Purdue Pharma var dæmt í Bandaríkjunum í gær til að borga 37 milljarða sekt fyrir að gefa almenningi rangar upplýsingar um ávanabindingu verkjalyfsins OxyContin. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi og meltast í tólf klukkustundir. Ef pillurnar eru hins vegar muldar niður, geta þær framkallað vímu svipaða heróínvímu. Fjöldi manns bar vitni um að lyfið hefði breytt lífi þess. Fyrirtækið sjálft, lögmaður þess, fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi lyfjafulltrúi voru dæmdir til að greiða sektina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×