Erlent

Fjöldi fólks lætur lífið í óveðri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Dóminíska lýðveldinu. Veðrið hefur ekki verið fallegt þar að undanförnu.
Frá Dóminíska lýðveldinu. Veðrið hefur ekki verið fallegt þar að undanförnu.

Að minnsta kosti 13 manns hafa farist í flóðum í Dóminíska lýðveldinu en hitabeltisstormur reið yfir landið í gær. Líklegt er að tala látinna eigi eftir að hækka því að margra er saknað. Samgöngur í landinu eru lamaðar því óveðrið lagði fjölmargar brýr í rúst. Þá hafa hundruð manna þurft að yfirgefa heimili sín, að sögn yfirvalda í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×