Meirihlutinn í borgarstjórn hefur falið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að kalla eftir öllum upplýsingum um fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur í virkjanamálum. Þetta var ákveðið á borgarráðsfundi í dag.
Fram kemur í fundargerð borgarráðs að nýr meirihluti telji að full efni séu til heildstæðrar skoðunar á fyrirætlunum OR, virkjunum, stöðu allra framkvæmda, allra viljayfirlýsinga og samninga auk yfirlits yfir þá aðila sem hafa óskað eftir viðræðum um orkukaup.
Á borgarstjóri að kalla eftir þessum upplýsingum á fyrirhuguðum eigendafundi Orkuveitunnar sem fram fer á föstudag. Þar á einnig að ræða málefni REI.