Enski boltinn

Chelsea getur náð Man Utd, segir Carvalho

Ricardo Carvalho, miðvörður Chelsea.
Ricardo Carvalho, miðvörður Chelsea. MYND/Getty Images

Ricardo Carvalho, miðvörður Chelsea, er ekkert búinn að gefa upp vonina um að verja enska meistaratitilinn þó að Manchester United sé með níu stiga forskot.

„Við ætlum að koma í veg fyrir að Man. utd geri það sem við höfum náð undanfarin tímabil sem er að vera með gott forskot fyrir lokasprettinn. Við eigum möguleika á að koma til baka og það munar mikið um að við erum búnir að fá Petr Cech og John Terry aftur," sagði Carvalho í viðtali við portúgalska blaðið A Bola.

Það er nóg að gera hjá Chelsea í vikunni. Fyrst leikur liðið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og svo leikur það við Tottenham í átta liða úrslitum enska bikarsins á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×