Erlent

Gagnrýnir einhliða aðgerðir

Sergei Lavrov segist hafa áhyggjur af áformum Bandaríkjamanna gagnvart Íran.
Sergei Lavrov segist hafa áhyggjur af áformum Bandaríkjamanna gagnvart Íran. MYND/AP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar Bandaríkjamenn við því að ráðast inn í Íran. Jafnframt gagnrýndi hann harðlega í blaðaviðtali það sem hann sagði einhliða viðbrögð Bandaríkjamanna við erfiðum alþjóðamálum.

Lavrov sagði Rússa hafa áhyggjur af nýlegum ummælum Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem sagði "alla möguleika opna" til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írans.

Rússar hafa ítrekað sagst algerlega andvígir hörðum aðgerðum gegn Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×