Enski boltinn

Eiður vill vera áfram hjá Barcelona

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framtíð Eiðs skýrist eftir helgi
Framtíð Eiðs skýrist eftir helgi Mynd/ Visir

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir að Manchester United hafi ekki haft samband við þá feðga vegna mögulegrar sölu á Eiði til Manchester United og segir að Eiður vilji helst fá tækifæri til að sanna sig betur hjá Barcelona.

Eiður hefur verið sterklega tengdur við ensku meistarana en Arnór segir að Barcelona muni ekki taka neina ákvörðanir um sölu fyrr en eftir helgina.

Arnór segir að Eiður sé mjög ánægður með dvöl sína hjá Barcelona. "Hann hefur ekki spilað mikið eftir jól, en honum gekk ágætlega fyrir jól þegar Eto var meiddur. Hann vill því gjarnan fá annað tækifæri til að sanna sig," sagði Arnór.

Barcelona tilkynnti í dag að læknisskoðun hefði leitt í ljós að Eiður gæti ekki leikið næstu vikuna vegna hnémeiðsla. Hann mun því ekki spila í lokaleiknum í Tarragona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×