Erlent

Rænt undan Sómalíuströnd

Sjóræningjar rændu birgðaskipi frá Sameinuðu þjóðunum skammt undan strönd Sómalíu í gær.

Skipið hafði þá skömmu áður losað farm sinn í höfn, matvæli til neyðaraðstoðar í norðaustanverðri Sómalíu.

Tólf manna áhöfn var um borð í skipinu, en ekki er vitað hver örlög hennar urðu.

Ekki hafa borist neinar kröfur frá sjóræningjunum.

Þetta er þriðja skipið frá Sameinuðu þjóðunum sem rænt er undan ströndum Sómalíu frá því 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×