Erlent

Prodi bíður atkvæðagreiðslu

Erfitt hlutskipti Romano Prodi leiðir sundurleita stjórn vinstri flokka á Ítalíu.
Erfitt hlutskipti Romano Prodi leiðir sundurleita stjórn vinstri flokka á Ítalíu. MYND/AP

Forseti Ítalíu, Georgio Napolitano, hefur beðið Romano Prodi forsætisráðherra að sitja áfram og bíða útkomu vantrauststillögu. Prodi tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar í síðustu viku og sagði af sér í kjölfarið.

Prodi samþykkti bón forsetans og bíður nú atkvæðagreiðslunnar sem að öllum líkindum fer fram á miðvikudag. Talið er að 162 þingmenn séu á bandi ríkisstjórnarinnar og 157 á móti henni, en ef svo er heldur hún velli. Atkvæði ganga hins vegar kaupum og sölum í þinginu og því er ógjörningur að segja til um útkomuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×