Erlent

Vill sakaruppgjöf stríðsglæpa

Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ályktun afganska þingsins.
Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ályktun afganska þingsins. MYND/AP

Um 25.000 fyrrverandi meðlimir íslamskra baráttusveita í Afganistan söfnuðust saman á fjöldafundi í Kabúl, höfuðborg Afganistan, til stuðnings ályktun sem afganska þingið hefur samþykkt um að Afganar sem eru grunaðir um stríðsglæpi fái sakaruppgjöf.

Sumir kölluðu eftir dauða þeirra sem krefjast réttarhalda yfir stríðsherrum sem leiddu andspyrnuna gegn Sovétríkjunum á níunda áratugnum. Borgarastyrjöld sem braust út í kjölfarið í byrjun tíunda áratugarins kostaði tugi þúsunda lífa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×