Erlent

Talinn hafa myrt sjö konur

Smail Tulja.
Raðmorðingi handtekinn.
Smail Tulja. Raðmorðingi handtekinn. MYND/AP

Smail Tulja, 67 ára gamall maður sem handtekinn var í Svartfjallalandi, er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti sjö konur í Belgíu, Bandaríkjunum og Albaníu.

Tulja var handtekinn í síðustu viku á heimili sínu í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. Hann er grunaður um að hafa myrt fimm konur í Belgíu á árunum 1996-97 og skilið líkamshluta þeirra eftir í ruslatunnum.

Einnig er hann grunaður um morð á tveimur konum í Albaníu á síðasta ári. Þá er hann grunaður um að hafa myrt rúmlega sextuga konu í Bandaríkjunum árið 1990 þegar hann bjó þar vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×