Sjónvarpið hættulegt heilsu barna 21. febrúar 2007 06:15 Börn við sjónvarpsskjáinn. Breskur sálfræðingur segir það algert ábyrgðarleysi foreldra að leyfa börnum að horfa mikið á sjónvarp. MYND/AP Breski sálfræðingurinn Aric Sigman heldur því fram að of mikið sjónvarpsgláp geti valdið bæði nærsýni og svefntruflunum, raskað hormónastarfsemi og aukið líkur á krabbameini. Enn fremur segir hann tengsl geta verið milli sjónvarpsgláps og athyglisbrests, einhverfu, Alzheimersjúkdómsins, auk þess sem hann segir vísbendingar um að sjónvarpsgláp valdi því að börn verði fyrr kynþroska en ella. Þá segir hann of mikið sjónvarpsgláp hægja á efnaskiptum sem tengjast bæði offitu og sykursýki. Þessar fullyrðingar byggir hann á ítarlegri könnun sem hann hefur gert á meira en þrjátíu rannsóknum annarra vísindamanna, sem þeir hafa gert á sjónvarpsglápi og tölvunotkun. Um þessa rannsókn Sigmans er víða fjallað í breskum fjölmiðlum þessa vikuna, en grein eftir hann sjálfan um málið verður birt á vefsíðu breska líffræðitímaritsins Biologist á föstudaginn. Við sex ára aldur hafa bresk börn að meðaltali samtals horft á sjónvarps- eða tölvuskjá í eitt ár samfleytt, og þegar fólk er orðið 75 ára hefur það að meðaltali varið 12 árum fyrir framan skjáinn. „Að leyfa börnum að halda áfram að horfa svona mikið á skjámiðla er afsal foreldra á ábyrgð sinni,“ er haft eftir Sigman í nokkrum breskum fjölmiðlum í gær. Sigman gefur foreldrum þau ráð að láta börn sem eru yngri en þriggja ára aldrei horfa á sjónvarp, og að börn á aldrinum þriggja til fimm ára fái ekki að horfa á sjónvarp nema í hálftíma á dag hið mesta. Eldri börn ættu, samkvæmt ráðum hans, ekki að horfa á sjónvarp eða nota tölvu nema í mesta lagi eina klukkustund á dag. Sigman hefur áður skrifað bók um skaðleg áhrif sjónvarpsgláps á börn og hvatt foreldra til að setja þeim strangar skorður. Aðrir sérfræðingar hafa þó sagt tillögur hans óraunhæfar. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Breski sálfræðingurinn Aric Sigman heldur því fram að of mikið sjónvarpsgláp geti valdið bæði nærsýni og svefntruflunum, raskað hormónastarfsemi og aukið líkur á krabbameini. Enn fremur segir hann tengsl geta verið milli sjónvarpsgláps og athyglisbrests, einhverfu, Alzheimersjúkdómsins, auk þess sem hann segir vísbendingar um að sjónvarpsgláp valdi því að börn verði fyrr kynþroska en ella. Þá segir hann of mikið sjónvarpsgláp hægja á efnaskiptum sem tengjast bæði offitu og sykursýki. Þessar fullyrðingar byggir hann á ítarlegri könnun sem hann hefur gert á meira en þrjátíu rannsóknum annarra vísindamanna, sem þeir hafa gert á sjónvarpsglápi og tölvunotkun. Um þessa rannsókn Sigmans er víða fjallað í breskum fjölmiðlum þessa vikuna, en grein eftir hann sjálfan um málið verður birt á vefsíðu breska líffræðitímaritsins Biologist á föstudaginn. Við sex ára aldur hafa bresk börn að meðaltali samtals horft á sjónvarps- eða tölvuskjá í eitt ár samfleytt, og þegar fólk er orðið 75 ára hefur það að meðaltali varið 12 árum fyrir framan skjáinn. „Að leyfa börnum að halda áfram að horfa svona mikið á skjámiðla er afsal foreldra á ábyrgð sinni,“ er haft eftir Sigman í nokkrum breskum fjölmiðlum í gær. Sigman gefur foreldrum þau ráð að láta börn sem eru yngri en þriggja ára aldrei horfa á sjónvarp, og að börn á aldrinum þriggja til fimm ára fái ekki að horfa á sjónvarp nema í hálftíma á dag hið mesta. Eldri börn ættu, samkvæmt ráðum hans, ekki að horfa á sjónvarp eða nota tölvu nema í mesta lagi eina klukkustund á dag. Sigman hefur áður skrifað bók um skaðleg áhrif sjónvarpsgláps á börn og hvatt foreldra til að setja þeim strangar skorður. Aðrir sérfræðingar hafa þó sagt tillögur hans óraunhæfar.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira