Erlent

Eitt símanúmer fyrir foreldra

Foreldrar sem búa í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) munu geta hringt í eitt símanúmer sem er fyrir allt svæðið til að tilkynna um týnd börn sín, gangi áform um þetta eftir. Ókeypis verður að hringja í símanúmerið 116000 og mun þessi þjónusta líklega hefjast í sumar, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Vitað er um að minnsta kosti 120 þúsund börn sem eru án eftirlits utan heimalands síns innan ESB að því er evrópsk barnasamtök halda fram. Samtök umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC) segja þessa tölu aðeins ná yfir börn sem yfirvöld vita um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×