Erlent

Til í að hætta ef aðrir hætta

Mahmoud Ahmadinejad
Mahmoud Ahmadinejad

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir að Íranar geti vel hugsað sér að hætta auðgun úrans til þess að viðræður geti hafist, en þá verða líka Bandaríkjamenn og aðrir sem biðja um slíkar viðræður að gera slíkt hið sama og hætta að auðga úran.

„Við viljum viðræður, en það verða að vera sanngjarnar viðræður. Það þýðir að báðir aðilar mæti til viðræðna með sömu skilyrðum,“ sagði hann.

Í dag rennur út sá frestur sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf Írönum til þess að hætta auðgun úrans, að öðrum kosti megi þeir reikna með frekari refsiaðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×