Erlent

Spurning um stjórnarskrána

Frá umræðunum
Þau Valgerður og Steingrímur ræddu leyniviðauka varnarsamningsins í gær.
Frá umræðunum Þau Valgerður og Steingrímur ræddu leyniviðauka varnarsamningsins í gær. MYND/GVA

Steingrímur J. Sigfússon telur að í leyniviðaukum við varnarsamningnum 1951 sé meðal annars falið beint afsal á íslensku landi. Þetta brjóti í bága við 21. grein stjórnarskrárinnar.

Steingrímur sagði þetta í utandagskrárumræðum um leyniviðaukana í gær. Einnig var spurt um þýðingu varnarsamningsins nú til dags og hvers vegna viðaukarnir hefðu verið leynilegir svo lengi.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði það lögfræðilegt álitamál hvort stjórnarskrá hefði verið brotin og vildi ekki álykta um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×