Erlent

Boðið upp á barnlaus sæti

Sænska leiguflugfélagið Star Tours býður viðskiptavinum sínum upp á barnlaust farrými í flugferðum til Taílands. Sænskum mannfræðingi þykir nýungin ögrandi.

Hið barnlausa farrými verður í nokkrum sætaröðum aftan við fyrsta farrými og kallað Extra class. Í því munu börn innan við tólf ára ekki fá að setjast.

„Barnlaus svæði líkist merkingarlega reyklausum eða hundalausum svæðum. Börnum er þannig spyrt saman við skepnur. Þetta er ögrandi aðferð í umgengni við börn,“ hefur Aftonbladet eftir Jonas Egman, mannfræðingi í Stokkhólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×