Erlent

Rússneskir saksóknarar vestur

Rússnesk yfirvöld vonast til að fá bráðlega heimild til að senda menn til Bretlands til að rannsaka eitrunardauða fyrrverandi njósnarans Alexanders Litvinenko. Frá þessu greindi rússneska ríkissaksóknaraembættið í gær.

Þegar hefur verið upplýst að rússneskir saksóknarar vilja meðal annars ræða við annan landflótta Rússa í Bretlandi, auðkýfinginn Boris Berezovskí, sem eitt sinn var innundir hjá valdhöfum í Kreml en lenti svo rækilega úti í kuldanum. Berezovskí og Litvinenko áttu það sameiginlegt að gagnrýna núverandi valdhafa eystra heiftarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×