Erlent

Gagnrýnir stefnu Danska þjóðarflokksins

Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, gagnrýnir Danska þjóðarflokkinn (DF) í aðsendri grein í Jótlandspóstinum í gær.

Hann sakar flokkinn um að vilja grafa undan rétti Norðurlandabúa til að flytjast frjálst milli Norðurlanda með því að amast við því að Svíar hafi ákveðið að veita fjölda flóttamanna frá Írak hæli, þar sem síðar muni þessir flóttamenn geta valið sér búsetu í Danmörku.

Krafa Danska þjóðarflokksins um hömlur á aðflutning fólks frá Svíþjóð jafngilti árás á réttindi sem Norðurlandabúar hefðu í mestum metum, að sögn Halldórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×