Erlent

Veirusýking greinist á búgarði á Englandi

MYND/AFP

Breska landbúnaðarráðuneytið upplýsti í gær að greinst hefði hin svokallaða "Bluetongue" veirusýking á búgarði í Suffolk í austurhluta Englands. Er þetta fimmta tilfellið á afar stuttum tíma sem veiran greinist á Englandi.

Öllum dýrum á búgarðinum hefur verið slátrað. Blutongue er veirusjúkdómur sem berst með lítilli flugu og leggst einkum á sauðfé. Veldur sjúkdómurinn bólgum í munni dýra og í sumum tilfellum verður tungan blá á litinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×