Erlent

Fjórðungur dó úr vosbúð

Fjórðungur rússneskra stríðsfanga sem lentu í finnskum fangabúðum dó, meirihlutinn úr hungri, kulda og sjúkdómum. Aðstæður í fangabúðum voru lélegri en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á fréttavef finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet.

Margir Rússar, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, dóu í finnskum einangrunarbúðum í stríðinu. Í rannsókn sem verið er að gera í Ríkisskjalasafninu í Finnlandi hefur ýmislegt komið fram, til dæmis að aðstæðurnar voru afskaplega slæmar og að þriðjungur borgaranna var börn.

„Þetta er skuggahlið stríðsins sem þarna kemur fram,“ segir Lars Westerlund sem stýrir rannsókninni.


Tengdar fréttir

Leitar að höfði til að húðflúra

Blane Dickinson leitar nú ákaft að höfði til að húðflúra. Dickinson er rúmlega þrítugur húðflúrlistamaður í Bretlandi. Hann hefur fengið þá nýstárlegu hugmynd að skreyta höfuð með mynd af dæmigerðum breskum morgunmat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×