Erlent

Fékk 3.000 smáskilaboð

Sími Chen þagnaði ekki á meðan útsendingu þáttanna stóð árin 2004-2006.
Sími Chen þagnaði ekki á meðan útsendingu þáttanna stóð árin 2004-2006.

Kínverskum manni, Chen Bing, voru dæmdar bætur en símanúmer hans var notað í kínverskum spennuþætti. Það var aðalillmenni þáttarins sem átti númerið en í einum þáttanna las hann númerið upp hægt og skýrt fyrir einn af samstarfsmönnum sínum.

Chen fór að fá skilaboð í júlí árið 2004 sem hann skildi ekki hót í. Skilaboðin héldu áfram að koma og í heildina urðu þau um 3.000.

Framleiðendur þáttanna sögðu símanúmerið byggt á afmælisdegi eins af starfsmönnum þáttarins en hörmuðu óþægindin. Bæturnar voru um 18.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×