Erlent

Hústökufólk fjarlægt

Lögreglan í Kaupmannahöfn rýmdi í gær hús við Dortheavej sem hústökufólk hafði haft á valdi sínu. Aðgerðir lögreglunnar gengu friðsamlega fyrir sig. Danskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær.

Alls voru 94 manns fluttir úr húsinu og var reiknað með að þeir yrðu allir látnir lausir fljótlega eftir að lögreglan hafði yfirheyrt þá.

Danska lögreglan reiknar þó með fleiri hústökum á næstunni, því venjan er sú að þegar húsin eru rýmd flytur fólkið sig fljótlega í önnur hús sem standa auð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×