Erlent

Lést af völdum vatnseitrunar

Kona sem lést eftir að hafa tekið þátt í vatnsdrykkjukeppni um helgina er talin hafa fengið vatnseitrun að því er kemur fram á vef BBC.

Of mikil vatnsdrykkja getur leitt til þess að heilinn bólgni. Þar sem höfuðkúpan umlykur hann skapast við það þrýstingur á heilann sem hamlar honum að stýra lífsnauðsynlegum verkefnum á borð við öndun og manneskjan deyr.

Varnaðarmerki geta verið rugl og höfuðverkur. Erfitt getur verið að greina vandann þar sem sjúklingar eru oft taldir vera á lyfjum vegna ruglsins sem fylgir ástandinu.

Meðferð við ofdrykkju á vatni er þvagörvandi lyf eða lyfjagjöf til að draga úr bólgu í heilanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×