Innlent

Úttekt gerð á Byrginu 2002

Páll Pétursson
Páll Pétursson

Páll Pétursson, sem gegndi starfi félagsmálaráðherra á árunum 1999 til 2003, segir að félagsmálayfirvöld hafi gert úttekt á starfi Guðmundar Jónssonar í Byrginu árið 2002. Stjórnvöld vissu að starf Byrgisins, og framganga Guðmundar Jónssonar, voru mjög gagnrýniverð. Niðurstaða úttektarinnar var að starfsemin hefði verið með þeim hætti árin á undan, að ekki væri hægt að styrkja Byrgið að óbreyttu. Þess vegna taldist nauðsynlegt að gera samning um þjónustuna. Á grundvelli þess samnings keypti ríkið húsnæði að Efri-Brú auk þess að greiða hluta leigu húsnæðisins.

Inntur eftir því hvernig á því stæði að ákveðið var að kaupa sérstakt húsnæði fyrir Byrgið þegar sýnt var að starfsemin stóðst ekki kröfur félagsmálayfirvalda segir Páll: „Ég held að engum hafi dottið í hug að það væri hagur að því að loka Byrginu. Hins vegar vildu allir hafa þetta í lagi.“ Páll telur að eftirlit með Byrginu hafi verið í lagi í ráðherratíð hans enda hafi Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri í Kópavogi, sem vann úttektina fyrir félagsmálayfirvöld mælt með því að starfsemi Guðmundar yrði styrkt og að starf Byrgisins skilaði nokkrum árangri. Páll telur sýnt að mun dýrara hefði verið fyrir yfirvöld að reka meðferðarheimili en að styrkja Byrgið eins og reyndin varð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×