Fótbolti

Írakskir landsliðsmenn struku í Ástralíu

Landslið Írak á æfingu
Landslið Írak á æfingu AFP

Þrír landsliðsmenn og einn þjálfari hafa strokið frá írakska Ólympíulandsliðinu þar sem það var við æfingar í Ástralíu með það fyrir augum að leita pólitísks hælis í landinu.

Mennirnir fjórir fóru ekki með landsliðinu í flugvélinni heim til Írak eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Áströlum og aðstoðarþjálfarinn hefur þegar látið knattspyrnusambandið í Írak vita að þeir ætli að sækja um pólitískt hæli í Ástralíu.

"Þeir gera þetta vegna þess að íþróttamenn í Írak óttast um öryggi sitt í ljósi ofbeldisverknaða á hendur íþróttamönnum í landinu. Við erum allir í sömu hættu en það þýðir ekki að menn eigi að koma óorði á landslið sitt. Þetta veldur slæmum anda í herbúðum liðsins og hefur slæm sálræn áhrif á liðið. Þessir menn sýna landi sínu ekki mikla hollustu," sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×