Erlent

Sarkozy fer í forsetaframboð

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, hlaut í gær formlega tilnefningu íhaldsmanna til að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í vor.

Nærri 70 prósent flokksfélaga höfðu veitt honum stuðning sinn í netkosningu, þar sem hann var reyndar einn í framboði.

Sarkozy hefur þó ekki hlotið stuðning frá tveimur voldugustu flokksbræðrum sínum, þeim Dominique de Villepin forsætisráðherra eða Jacques Chirac forseta, sem báðir hafa verið orðaðir við forsetaframboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×